Vinnubuxur úr efni sem teygist í 4 áttir, fullkomin blanda af þægindum og notagildi.
Fjölhæfar og þægilegar vinnubuxur, einstaklega mjúkar og sveigjanlegar með aðsniðnar skálmar.
Þessar buxur eru hannaðar til að standast erfiðustu aðstæður án þess að fórna nokkru varðandi þægindi og snið. Þær eru gerðar úr mjúku efni sem teygist í 4 áttir og er einstaklega sterkt.
Buxurnar eru með fjölda nytsamlegra vasa með CORDURA® styrkingum, fótvasa með rennilás og hnöppum, vasa fyrir tommustokk, framvasa og ýmiss konar verkfærahöldum, eins og lykkjum fyrir hamra.
Hnjápúðavasinnn er styrktur með CORDURA® teygjuefni að utan og teygjuefni að innan sem eykur hreyfanleika. Mjúkt möskvateygjuefni í hnésbótunum tryggir góða loftræstingu. Skálmar með styrkingum að aftan sem auka endinguna.
93% pólíamíð, 7% elastan, dobby, vatnsfráhrindandi áferð, efni sem teygist í 4 áttir, 295 g/m²
Stærðartafla