Umhverfisstefnan nær til allra rekstrareininga samstæðunnar Áltak, Johan Rönning, S. Guðjónsson, Sindra og Vatn & veitur. Meginmarkmið samstæðunnar er að draga úr heildarlosun CO2 ígilda um 30% fyrir árslok 2030 samanborið við losun árið 2019. Sett hafa verið fjögur áherslusvið sem unnið verður eftir. Stefnan og áherslurnar eru endurskoðaðar á tveggja ára fresti. Nánari upplýsingar um stefnuna má nálgast á heimasíðu Fagkaupa.
Fagkaup hefur sett sér það markmið að vera virkur samfélagsþegn og hlúa að starfsfólki og viðskiptavinum. Fyrirtækið leggur áherslu á það að vera fyrirmyndarvinnustaður sem eftirsóknarvert er að starfa á og virðir vinnukjör. Á næstu árum mun fyrirtækið kynna fyrir bæði starfsfólki og viðskiptavinum umhverfisstefnu Fagkaupa.
Fagkaup leggur sérstaka áherslu að draga úr losun vegna úrgangs en losun frá úrgangi mældist árið 2019 62 tonn CO2ígilda, hlutfall endurunnins úrgangs hjá samstæðunni í heild var 61%. Markmið Fagkaupa er að flokka 75% af öllum úrgangi fyrir árslok 2022 og 90% fyrir árslok 2030.
Fagkaup styður við nýsköpun og uppbyggingu með innflutningi og sölu á sjálfbærum vörum. Fagkaup vill að vörur fyrirtækisins hjálpi fyrirtækjum og einstaklingum við sjálfbæra uppbyggingu. Í samræmi við þetta hyggst Fagkaup ráðast í birgjamat í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir til að skilgreina sjálfbærni birgja.
Draga verður úr losun frá bílum samstæðunnar í takt við áætlanir stjórnvalda um að banna nýskráningu dísel og bensín ökutækja fyrir árið 2030. Með þetta að leiðarljósi mun Fagkaup leita til vistvænni kosta í endurnýjun bílaflota samstæðunnar með það markmið að draga úr losun bílaflotans um 50% fyrir árið 2030.