Viðskiptavinum okkar stendur til boða að gera þjónustusamninga sem fela í sér að við sjáum um daglegan rekstur tækja. t.d Loftpressur þurfa reglubundið viðhald, skipta þarf um olíur, síur og annað á ákveðnum tímum.
Þegar gerður er þjónustusamningur þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af slíku. Við fylgjumst með notkun tækis og sjáum um viðhald þegar þörf er fyrir þjónustuna. Þannig er hægt að lengja líftíma tækja töluvert.
Á þjónustuverkstæði Sindra starfa nú 6 manns, fjórir við viðhald tækja og tveir í varahlutaþjónustu. Rekin er öflug varahlutaþjónusta fyrir vörumerki okkar svo sem, Atlas Copco, DeWalt, Ridgid o.fl.
Við þjónustu og viðhald tækja fyrir viðskiptavini Sindra er áhersla lögð á hraða og örugga þjónustu þannig að tæki og vélar viðskiptavina komist í rekstur að nýju sem allra fyrst.
Varahlutir eru fáanlegir í flest allar vélar mörg ár eftir að sölu vélanna líkur, hér fyrir neðan er hægt að komast inn á varahlutavefi okkar helstu birgja en þar má nálgast varahlutateikningar, notkunarhandbækur og fleira. Leitað er eftir módelnúmeri véla sem má yfirleitt sjá á límmiðum á tæki.
Smelltu hér til að komast á varahlutavef DeWALT
Smelltu hér til að komast á varahlutavef Ridgid
Sindri býður viðskiptavinum upp á reikningsviðskipti þar sem öll vörukaup eru færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og eindagi er 15. þess sama mánaðar.
Hægt er að fræðast betur um reikningsviðskipti og nálgast umsókn hér.