EN
Fyrirtækið

Skiptiborð

  575 0000

Opnunartími

  Sjá nánar

Karfan þín er tóm
fr facts

Hágæða þræðir

Tranemo notar aðeins hágæðaþræði sem eru eðliseldþolnir. Það þýðir að þú færð viðvarandi eldvörn eins lengi og fatnaðurinn endist. Við trúum ekki á fjölnota vörur – að ein tegund af fatnaði henti öllum áhættum og atvinnugreinum. Þess í stað höfum við hannað einstakar lausnir sem hafa mikla virkni fyrir hverja áhættugreiningu – án þess að þínu öryggi sé stofnað í hættu.

Eðliseldþolinn vinnufatnaður

Tranemo framleiðir aðeins eðliseldþolinn vinnufatnað sem tryggir ævilanga vörn fatnaðarins. Eldþolnir eiginleikarnir liggja í sameindabyggingu þráðanna og það er ekki hægt að þvo þá úr eða slíta þeim. Aðrir kostir eru þægindi, ending og notkun á léttum þráðum, auk þess sem fatnaðurinn býður upp á viðvarandi eldþolsvörn.

Persónuhlífar

Tranemo hefur það að markmiði að alvarlegum vinnuslysum vegna elds eða hita verði útrýmt en réttur fatnaður er gríðarlega mikilvægur fyrir notandann ef slys ber að höndum. Sú vernd sem fatnaðurinn veitir veltur einnig á samsetningu hans. Við hönnum persónuhlífar allt frá húð að ysta lagi. Tranemo annast ráðgjöf um þörf á eldþolnum nærklæðnaði, lausnir fyrir allar árstíðir og veðurskilyrði, hönnun fyrir ákveðna starfsemi og að sjálfsögðu lausnir fyrir konur og karlmenn. Við þróum allar okkar vörur sem kerfi fyrir sértækar atvinnugreinar og áhættur sem þeim tengjast.

Notendapróf

Við höfum samstarf við helstu viðskiptavini okkar um ítarlegar prófanir notenda til að tryggja að fatnaðurinn hafi alla nauðsynlega virkni og að hann bjóði upp á þægindi og afköst á vinnustaðnum. Þægindi og vinnuvistfræðileg atriði eru oft nefnd til sögunnar þegar um óviðeigandi notkun á hlífðarfatnaði er að ræða, þ.e. þegar hann er ekki rétt notaður eða alls ekki notaður.

Viðhald efnis og iðnaðarþvottur

Við mælum ávallt með iðnaðarþvotti á eldþolnum fatnaði til að tryggja að hann sé hreinn og öruggur í notkun. Til að tryggja virkni fatnaðar okkar framkvæmum við prófunarþvott á öllum efnum okkar og aukabúnaði með viðskiptavinum okkar í iðnaðarþvotti svo niðurstöður séu sem áreiðanlegastar. Við framkvæmum prófunarþvott fyrir hverja framleiðslu til að tryggja hámarksafköst efna okkar og endurskinsmerkja.

Persónulegur hlífðarfatnaður fyrir konur

Það er mikilvægt að hafa réttan persónulegan hlífðarfatnað og að hann passi fullkomlega til að tryggja öryggi notandans. Þægindi og vinnuvistfræðileg atriði eru oft nefnd til sögunnar þegar um óviðeigandi notkun á hlífðarfatnaði er að ræða, eins og þegar hann er ekki rétt notaður eða alls ekki notaður. Í vöruvali okkar er mikið úrval af fatnaði sem hægt er að fá með kvensniði.