EN
Fyrirtækið

Skiptiborð

  575 9300

Opið alla virka daga

  8:00-18:00

Karfan þín er tóm

Fyrirtæki ársins 2018

Frétt birt laugardagur, 9. júní 2018

Við tökum af auðmýkt og þakklæti við nafnbótinni Fyrirtæki ársins 2018 en viðurkenninguna fengum við frá VR í sjöunda skiptið við hátíðlega athöfn á Hilton Hotel Nordica þann 23. maí síðastliðinn.

Nafnbótina hljóta þau fimmtán fyrirtæki sem hljóta hæstu einkunn í könnun VR þar sem spurt er út í viðhorf starfsmanna til lykilþátta í starfsumhverfi sínu. Fimm fyrirtæki úr hverjum flokki lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja fengu viðurkenningu að þessu sinni.

Undir Johan Rönning eru verslanir Johan Rönning, Sindra, Sindra Vinnufata og Vatn & veitur.

Listann yfir fyrirtækin og niðurstöður má finna á síðu VR.