Karfan þín er tóm

Skrúfumeistari Íslands krýndur

föstudagur, 19. ágúst 2022

DeWALT Yellow Demon kom með Norrænu til landsins í byrjun ágúst og er búinn að fara hringinn í kringum landið áður en endað var á Smiðjuveginum í Kópavogi.  Trukkurinn með öll saman tekur um 500 fermetra svæði þegar búið er að opna hann, sjón er sögu ríkari! Í trukknum gefst fólki færi á að prófa öll verkfærin frá DeWALT og leita ráðgjafar hjá sérfræðingum.

Samhliða hringferðinni krýnir Sindri skrúfumeistara Íslands en það er sá aðili sem skrúfaði 5 skrúfum á besta tímanum. Keppt var á öllum stoppum Yellow Demon trukksins og um 300 keppendur tóku þátt. Staðarmeistari var krýndur í hverju stoppi og hlaut sá aðili DeWALT skrúfvél með Powerstack rafhlöðu.

Sá sem bar sigur úr býtum með besta tímann á öllu landinu var Pétur R. Jónsson frá 101 smiður með tímann 11.31 sekúndur. Pétur tók þátt strax á fyrsta stoppi trukksins á Reyðarfirði og engum tókst að bæta tímann!

Pétur fékk í verðlaun fjögurra véla sett frá DeWALT en  settið inniheldur borvél, hjólsög, sverðsög og stingsög í vönduðum verkfærakössum og með þrem Powerstack rafhlöðum . Við viljum óska Pétri innilega til hamingju með þennan stórsigur.