Karfan þín er tóm

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Fagkaup ehf.

Síðast uppfært: 01.01.2021

Jafnréttisstefna

Fagkaup stuðlar að jafnrétti og vinnur eftir meðfylgjandi jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun jafnréttismála, samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008.

Það er stefna Fagkaupa að gæta fyllsta jafnréttis og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, verðleikum og sé virtur samkvæmt því.

Með jafnri stöðu starfsmanna nýtist sú auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfi þeirra. Þannig verði tryggt að mannauður félagsins verði sem best nýttur.

Stefnan á við um jafna stöðu kynja sem og jafnrétti almennt milli starfsmanna í heild.

Markmið

- Greiða skal konum og körlum sömu laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
- Við ákvörðun um ráðningu og tilfærslur er lögð áhersla á jafnrétti og jöfn tækifæri.
- Gæta skal jafnræðis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum á vegum fyrirtækisins.
- Fagkaup líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni og/eða ofbeldi.
- Fagkaup er vinnustaður þar sem starfsmenn geta samræmt vinnu og einkalíf.

Framkvæmd

Jafnréttisstefna þessi nær til allrar starfsemi Fagkaupa. Árlega er gerð aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og árangur liðins árs mældur. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að vinna að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu.

Ábyrgð

Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á framgangi jafnréttismála í samræmi við þessa áætlun, en endanleg ábyrgð er hjá forstjóra. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að fara að lögum, reglum og öðrum kröfum er tengjast jafnlaunakerfinu.