EN
Fyrirtækið

Skiptiborð

  575 9300

Opið alla virka daga

  8:00-18:00

Karfan þín er tóm

Jafnréttisstefna

Það er stefna Sindra/Johan Rönning að gæta fyllsta jafnréttis og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, verðleikum og sé virtur samkvæmt því.

Með jafnri stöðu starfsmanna nýtist sú auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfi þeirra. Þannig verði tryggt að mannauður félagsins verði sem best nýttur.

Stefnan á við um jafna stöðu kynja sem og jafnrétti almennt milli starfsmanna í heild.

Sindri/Johan Rönning skuldbindur sig til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. Sindri/Johan Rönning framfylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál.

Markmið

- Við ákvörðun um ráðningu og tilfærslur er lögð áhersla á jafnrétti og jöfn tækifæri.
- Gæta skal jafnræðis hvað varðar ábyrgð og þáttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum á vegum fyrirtækisins.
- Greiða skal sömu laun og kjör fyrir sambærileg störf.
- Starfsmenn eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun.
- Vinnustaður þar sem kynbundinn eða kynferðisleg áreitni eða einelti líðast ekki.

Framkvæmd

Jafnréttisstefna þessi nær til allrar starfsemi Sindra/Johan Rönning. Árlega er gerð aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og árangur liðins árs mældur. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að vinna að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu.

Ábyrgð

Fjármálastjóri ber ábyrgð skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd stefnunnar ásamt því að sjá til þess að stefnan og jafnréttisáætlun sé viðhaldið, rýnd og endurskoðuð árlega af framkvæmdastjórn. Þá ber hann einnig ábyrgð á að fram fari rýni á árangri jafnlaunakerfisins árlega og að brugðist sé við ef þarf. Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á framgangi jafnréttismála í samræmi við þessa áætlun, en endanleg ábyrgð er hjá forstjóra. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að fara að lögum, reglum og öðrum kröfum er tengjast jafnlaunakerfinu.