Merktur vinnufatnaður styrkir vörumerkið þitt og eflir liðsanda starfsmanna. Merktur fatnaður er því áhrifarík leið til að auglýsa fyrirtækið. Þegar þú kaupir vinnuföt hjá Sindra þá getum við aðstoðað þig við að framkalla réttu áhrifin sem styrkir ímynd fyrirtækisins. Vertu velkominn að hafa samband eða kíkja í heimsókn til okkar til að ræða málin.
Forprentaðar „transfer“ merkingar eru þrykktar/straujaðar á fatnað. Við mælum með þessum merkingum vegna endingar og litagæða. Þú getur fengið alla liti í lógóinu þínu með þessum merkingum og þær henta einnig vel á vatnsheldan vinnufatnað. Merkingarnar eru forprentaðar og áttu þær á lager hjá okkur sem þýðir meiri hraða í merkingum.
Ef merki fyrirtækisins er einfalt letur og einlitt, t.d. svart eða hvítt, þá getum við prentað út jafn óðum og straujað á fatnað.
Með því að sauma lógóið þitt í fatnað þá færðu endingargóðar merkingar. Hægt er að sauma í allt að 6 mismunandi litum í sama lógó. Við mælum ekki með bakmerkingum og að saumað sé í vatnsheldan fatnað.
Hægt er að merkja fatnað með nafni og/eða númeri hvers starfsmanns.
Til að útbúa merkingar þá þarf lógóið þitt að vera á “Vector” formati. Yfirleitt enda skráarheitið á “ .eps, .cdr, .ai, .pdf, .svg,. Vector skrá má þekkja á því að hægt er að stækka myndina án þess að gæði minnki. Vinsælasti hugbúnaðurinn til að útbúa vector skár er Adobe Illustrator og CorelDraw.
Hafið samband eða sendið skrá til [email protected] og við munum heyra í þér eins fljótt og hægt er.
Venjulega er lengd á brjóstmerkingum um 9 til 10 cm.
Venjulega er lengd á bakmerkingum um 22 til 28 cm.
Hæð merkis ásamt plássi á fatnaði getur verið ráðandi þáttur um endanlega stærð merkinga.
Við merkjum aðeins á fatnað sem við seljum hjá Sindra.
Einnig er hægt að prenta á derhúfur.