Karfan þín er tóm

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Fagkaup ehf.

Síðast uppfært: 01.07.2022

Eftirfarandi persónuverndarstefna skýrir hvernig Fagkaup ehf. (Fagkaup) kt: 670169-5459 meðhöndlar persónuupplýsingar viðskiptavina sinna auk annara sem nota vefsíður félagsins.

Undir félaginu starfa eftirfarandi vörumerki: Áltak, Ísleifur Jónsson, Johan Rönning, S. Guðjónsson, Sindri, Varma & vélaverk og Vatn & veitur og á þessi stefna við um þau öll og vefsíður þeirra.

Með því að nota vefsíður félagsins veitir viðkomandi notandi samþykki sitt á skráningu og vinnslu Fagkaupa á persónuupplýsingum sínum, sem og notkun vefsins á vafrakökum.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Persónuupplýsingar geta verið nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, IP-tala eða upplýsingar um vörukaup einstaklings.

Við staðgreiðslu í gegnum vefverslun þarf viðskiptavinur að gefa upp debet- eða kreditkortanúmer, þær upplýsingar eru ekki geymdar á vefsíðum okkar heldur fara þær færslur í gegnum örugga greiðslusíðu viðkomandi færsluhirðis.

Þegar vefnotandi skráir sig á póstlista í gegnum einhvern af vefjum félagsins fer viðkomandi netfang á póstlista. Hægt er að afskrá sig af viðkomandi póstlista með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang notanda.

Þegar vefnotandi verslar vörur í einhverri af vefverslunum félagsins þarf að gefa upp persónuupplýsingar á borð við nafn viðskiptavinar, heimilisfang, símanúmer og netfang. Með því að versla í vefverslunum félagsins samþykkir viðkomandi viðskiptavinur slíka söfnun persónulegra upplýsinga.

Öll meðhöndlun persónuupplýsinga af hendi félagsins er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Þessum upplýsingum er safnað til að hægt sé að versla á vefnum, auðkenna notendur við innskráningu, bæta þjónustu og tryggja góða notendaupplifun.

Félagið fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál.
Undir engum kringumstæðum verða upplýsingar frá vefnotanda afhentar né seldar þriðja aðila.

Vafrakökur

Vafrakökur (e: cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í hverju því tæki sem þú notar til að skoða vefinn.

Vefsíður okkar nota vafrakökur til að tryggja góða notendaupplifun og greina umferðina á vefnum, þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins og er ekki tryggt að vefurinn virki sem skyldi ef vafrakökur eru ekki leyfðar.

Vefmælingar eru gerðar í samstarfi við Google og Facebook. Þegar þú heimsækir vefinn er nafnlausum upplýsingum safnað saman af þessum aðilum fyrir okkur og notum við svo þessar upplýsingar til að bæta vefinn og upplifun þína á honum. Þessar upplýsingar eru t.d. hvaðan komið var á vefinn til okkar, hvert var farið fyrst, á hvernig tæki var vefurinn skoðaður, hverju var leitað að á vefnum o.þ.h. Nánari upplýsingar um vafrakökur, hvernig hægt er að stýra notkun þeirra og eyða þeim má finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/

Uppfærslur á þessari stefnu

Dagsetningin efst á síðunni tilgreinir hvenær stefna þessi var síðast uppfærð, við áskiljum okkur allan rétt til að breyta þessari stefnu hvenær sem er og eru þær breytingar tilkynntar með vísun í dagsetninguna efst á síðunni. Vera má að við breytum þessari persónuverndarstefnu eða því hvernig við notum vafrakökur. Breytingar sem hafa í för með sér efnislegar breytingar sem breyta því hvernig við notum persónuupplýsingar þannig að slíkar breytingar fara ekki saman við þann tilgang sem lýst er í persónuverndarstefnunni verða upplýstar með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi.

Til að fá betri yfirsýn yfir það hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar hvetjum við þig eindregið að lesa þessa stefnu vel yfir. Hafir þú einhverja spurningar varðandi þessa stefnu eða meðhöndlun Fagkaupa á persónuupplýsingum getur þú komið til okkar að Klettagörðum 25, hringt í síma 5 200 800 eða sent tölvupóst á netfangið fagkaup@fagkaup.is til að fá nánari upplýsingar.