Supra er rútil rafsuðupinni fyrir allar suðustöður, sérlega góður fyrir lóðrétt fallandi stöðu, hentar vel í skipaviðgerðir og alla almenna viðgerðarvinnu.
Vírinn er mjög hentugur á málað eða ryðgað efni og er ráðlagður þar sem sjóða þarf í stórar suðuraufar.
Hægt er að sjóða allar suðustöður á sömu straumstillingu.