Karfan þín er tóm

Um Sindra

Sindri

Sindri flytur inn og selur verkfæri, vélar, loftpressur og festingavörur frá þekktum framleiðendum s.s. Dewalt, Toptul, Kraftwerk, Atlas  Copco, Contracor, Ridgid, Knipex og Scangrip.

Í dag bíður Sindri uppá allt sitt vöruúrval á einu stað að Smiðjuvegi 11 en vörur frá Sindra eru einnig fáanlegar í verslunum Johan Rönning á Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og í Reykjanesbæ.

Fyrirtækið var stofnað 1949 af Einari Ásmundssyni og fjölskyldu hans með það markmið að flytja inn stál, byggingavörur og verkfæri fyrir ört vaxandi byggingarmarkað á Íslandi. Á þessum tíma hefur fyrirtækið á eignast stóran hóp traustra viðskiptavina en helstu viðskiptavinir Sindra eru iðnfyrirtæki, verkstæði og einstaklingar.

Sindri býður upp á hágæða vinnu- og öryggisfatnað frá Blåkläder, Tranemo, Airtox, Bata og HKSDK fyrir fyrirtæki og einstaklinga ásamt sérmerkingum á fatnað. Sindri selur vinnufatnað að Smiðjuvegi 11, Selfossi og á Akureyri.

Þjónustuverkstæði

Sindri rekur þjónustuverkstæði sem annast uppsetningu, viðgerðir og viðhald á þeim tækjum sem fyrirtækið er með umboð fyrir. Þjónustuverkstæði Sindra er að Smiðjuvegi 11.

Upplýsingar

Sindri er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784