Karfan þín er tóm

Umhirða

ar-care

Þrykktar merkingar og ísaumaðar á hlífðarfatnaði

Votta þarf þrykktarmerkingar og samþykkja þau áður en þær eru notaðar á eldþolnar flíkur. Þegar þrykktar merkingar verða fyrir miklum hita halda þær orku yfirleitt lengur eftir en efnið. Af öryggisástæðum er ekki mælt með stóru og gegnheilu letri.
Besta staðsetningin er þar sem mörg lög af efni eru undir sem verja húð þína.

Ef ísaumur er settur beint á eldþolna flík, skal hann vera úr eldþolnum þráðum. Rangur ísaumur, merki eða straujaðar merkingar sem eru settar eru á hitaþolnar flíkur geta haft neikvæð áhrif á eldþolseiginleika. Ekki þarf að eldprófa þrykktar merkingar, merki og miða sem eru minni en 10 cm², samkvæmt stöðlum.

Merki sem eru sett á eldþolna flík, skulu vera úr hitaþolnu efni. Merki skulu vera varanlega fest á efni sem heyra undir EN 1149- 5. Það skal gert á þann hátt að ekki sé aðskilnaður milli merkisins og efnisins í fatnaðinum.

Staðall Þrykktar merkingarÍsaumurMerki
EN ISO 11612 IEC 61482-2 EN ISO 11611 EN 1149-5 EN 13034 Type PB [6]Straujaðar merkingar verða að vera samþykktar samkvæmt EN ISO 14116, vísi 3. Setjið helst þar sem mörg lög af efni eru undir. Forðist að láta hylja stórt svæði á efni.Þræðir í útsaumi verða að vera samþykktir samkvæmt EN ISO 14116, vísi 3. Setjið helst þar sem mörg lög af efni eru undir.Efni í merki verður að vera samþykkt samkvæmt EN ISO 14116, vísi 3. Merkið skal vera varanlega fest á (EN 1149-5).
EN 471 + EN ISO 20471Hámarksstærð fer eftir stærð flíkur og áberandi svæðisHámarksstærð fer eftir stærð flíkur og áberandi svæðisHámarksstærð fer eftir stærð flíkur og áberandi svæðisUmhirða persónulegs hlífðarfatnaðar

Mikilvægt er að allar eldþolnar flíkur séu þvegnar á faglegan hátt í samræmi við sérstakar þvottaleiðbeiningar til að tryggja að ekki sé dregið úr eiginleikum og kostum eða þeir glatist ekki. Við mælum með iðnaðarþvotti fyrir allar eldþolnar flíkur okkar. Aðeins skal nota tilbúið hreinsiefni. Notið ekki hreinsiefni með sápu eða mýkingarefni og ekki skal nota klór.

Viðgerð á eldþolnum fatnaði

Hægt er að gera við smávægilegar skemmdir sem koma ekki niður á vörn fatnaðarins, með sama eldþolna efninu og eldþolnum þráðum sem notast var við í framleiðslu fatnaðarins.

Skipti – förgun

Þegar flík hefur komist í beina snertingu við eld eða mikinn hita getur hún orðið stökk og þar með dregur úr þeirri vörn sem hún veitir og því skal farga henni. Hafi flíkin komist í snertingu við efni sem hafa komist inn í efnið dregur það yfirleitt úr þeirri vörn sem hún veitir og því skal það íhugað hvort borgi sig að farga henni og skipta henni út.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá starfsmönnum Sindra eða með því að spyrja okkur um eldvarnarnámskeið sem hægt er að halda í fyrirtæki þínu eða á skrifstofu okkar.